fimmtudagur, október 06, 2005

Hnífabandalagið

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Þessi íbúð sem ég hef hérna er soldið spes.. dýnan á rúmminu er með plasti yfir og þið getið rétt ýmindað ykkur hvursu þægilegt það er, þegar lakið flettist af.. Þetta er eflaust mjög fínt fyrir fólk með plast fetish enn það hefur ekki enn blossað upp hjá mér..
Svo er þetta sussum nóg, þetta er svona staður til að drepast á bara.. íbúðarfélagarnir eru: Yoon mjög fín stelpa frá Kóreu, enn hún er að flytja til London þar sem mannsefni hennar er og skilur okkur eftir með einhvern Kóreskann prest sem kemur hingað í oktober.. hmm veit ekki.. svo er það Fredrik, franskur efnafræðingur sem er að klára masterinn í efnafræði hér.. hann er fínn soldið svartsýnn bara enn það er í lagi, Alex hinn óþolandi þjóðverji sem er búinn að skipuleggja ískápinn inni í eldhúsi, ég veit ekki hvað það er, hann fer bara í taugarnar á mér, Therése hin tvíkynhnegða sænska kjjötbolla, sem sá ástæðu til að tilkynna mér að hún væri tvíkynhneigð... veit ekki af hverju, hún er fín sussum hún er að læra fatahönnun og er mikið þjáður listamaður enn mjög fín þrátt fyrir það.. Ég er svona gæjinn sem nenni ekki að hanga með þeim í eldhúsinu, ég meina ég held að ég bara fitti ekki inn í þýska skipulagið.. anyways... hér á þessari kommúnu er fullt af partýdýrum, ég meina þetta fólk djammar öll kvöld, og við erum að tala um að það syngur, öskrar og dansar til svona 5 á nóttunni stundum þannig að meiraaðsegja ég vakna.. og þá er nú mikið sagt.. annars er sussum ágætt að vera hérna, ég hef ekki lent í neinu veseni hér enn allavega.. 7 9 13
Nú er skólinn heldur betur að kikka inn, próf í næstu viku og verkefna skil nr. 2 það er mjög gott til að halda sér við efnið..
ég kem til með að blogga 1 sinni í viku, nema eitthvað spes sé í gangi
Smælið framann í heimminn þá smælar heimurinn á móti
yfir og út

3 Comments:

Blogger hanna said...

Jei! Gummi með blogg, alltaf gaman að fyljast með bloggeríi frá útlöndum. Gangi þér allt í haginn Gummi minn ;)

10:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hey beib, gaman að finna síðuna þína og fá að fylgjast með þér í úglandinu. þín er auðvitað sárt saknað hérna og fólk ekki ennþá búið að jafna sig á fráhvarfseinkennunum vegna mánudagsbrandaranna góðu. gakktu hratt um gleðinnar dyr og njóttu alls sem í boði er : )
knús, guðrún díkód

10:19 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta fannst mér vera sussum spes blogg, en áhugavert, vantar sussum svæsnar sögur af djamminu, gnagi þér vel á flúðum og ef þig vantar sussum að arnar semji fyrir þig lag, þá bara að biðja mig um að biðja hann að senda þér það.... þetta comment er sussum komið í ruggl

kv. Rey

4:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home

maximilius